Samkomulag milli Íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði og Sundlaugar Dalvíkur

Sundlaug Dalvíkur
Sundlaug Dalvíkur
Vegna breytinga við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði og lokunar sundlaugarinnar þar býður Sundlaug Dalvíkur íbúum Fjallabyggðar í sund án endurgjalds meðan á breytingunum stendur. Á móti gefst íbúum Dalvíkurbyggðar tækifæri til að nýta sér sundaðstöðuna í Ólafsfirði með sama hætti í ákveðinn tíma þegar hún verður tilbúin.  
Það er von beggja að þetta verði til að efla og styrkja samskipti og vináttubönd milli íbúa sveitarfélaganna og geri það einnig að verkum að íbúarnir verði duglegri við að heimsækja stofnanir í nágrannasveitarfélaginu. 

Íbúar í Fjallabyggð sem vilja nýta sér frían aðgang í Sundlaug Dalvíkur geta nálgast boðsmiða í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúinn í Dalvíkurbyggð
Íþrótta- og tómstundafulltrúinn í Fjallabyggð