Samgöngubætur og byggðaþróun

Fyrir réttu ári hófst vinna við rannsóknarverkefni sem nefnist: „Samgöngubætur og byggðaþróun“: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga.  

Verkefnið er unnið af hópi kennara og sérfræðinga við Háskólann á Akureyri með þátttöku fjölda háskólanema og styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. 

Nokkrar helstu niðurstöður þessa fyrsta áfanga voru kynntar á ráðstefnu í Ráðhúsinu Siglufirði laugardaginn 6. febrúar sl. Fyrir þá sem ekki komust á ráðstefnuna höfum við sett saman pdf skjal með glærukynningunum frá ráðstefnunni.

 

Glærukynningar