Sameiningarmál - bókun bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 29. desember var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:“Bæjarstjórn Siglufjarðar leggur til við nefnd félagsmálaráðuneytis um sameiningu sveitarfélaga að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga í og við Eyjafjörð, þ.e. að eftirfarandi sveitarfélög verði sameinuð í eitt; Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Grímsey, Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Þátttaka Siglufjarðarkaupstaðar í slíkri sameiningu er algerlega háð því að tryggð verði betri vegtenging staðarins við Eyjafjörð með Héðinsfjarðargöngum.”