Sameiningarmál

Kosið verður um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í haust og er vinna vegna þessa vel farin af stað. Sveitarfélögin 9 sem í hlut eiga hafa öll tilnefnt fulltrúa í samstarfsnefnd um sameiningu og hafa verið stofnaðir starfshópar í kringum ákveðna málaflokka. Fulltrúar Siglufjarðarkaupstaðar eru Ólafur Kárason og Unnar M.Pétursson.Á næstunni verður opnuð heimasíða þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um vinnu samstarfsnefndarinnar og síðar verður málið svo kynnt rækilega í sveitarfélögunum. Slóð heimasíðunnar verður www.eyfirdingar.is