Síldarminjasafnið í lokakeppni Evrópsku safnverðlaunanna

Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur verið valið í áframhaldandi keppni til Evrópsku safnverðlaunanna 2004. Það er Safnaráð Evrópu sem veitir verðlaunin á árlegum fundi ráðsins, sem að þessu sinni verður haldinn í Aþenu í Grikklandi 5. maí næst komandi.Á vefsíðu safnsins segir að dómnefnd skoði öll þau söfn sem tilnefningu hljóta og velur um 60% þeirra til aðalkeppninnar. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt safn er tilnefnt til Evrópsku safnverðlaunanna.Frétt á local.is