Reitir 2015

Reitir er alþjóðlegt samvinnuverkefni skapandi fólks sem hefst á Siglufirði í dag og stendur til 5. júlí. Þetta er fjórða árið sem þessi hátíð fer fram og hefur hún ætíð sett sterkan svip á mannlífið á Siglufirði.
Vel valdir hönnuðir og listamenn er boðin þátttaka en grunnskilyrðin eru að þátttakendur vinna með bæjaryfirvöldum og íbúum á Siglufirði að tímabundnum skapandi útfærslum á sameiginlegum svæðum innan bæjarins en samfélagsaðstæður á Siglufirði er grundvöllur sem verkefnið byggir á. Markmið Reita er að móta varanlegann grundvöll fyrir skapandi fólk til að nota þekkingu sína og reynslu í beinu samstarfi við bæjarbúa. Í ár koma þátttakendur frá 14 löndum.
Í kvöld kl. 20:00 munu nokkrir af þátttakendum koma fram á sérstöku viðburðakvöldi á vegum Reita. Flutt verða tón-, ljós- og dansverk.
Sunnudaginn 5. júlí frá kl. 12:30 - 14:00 verður svo sýning á verkum þátttakenda sem unnin verða á meðan dvöl þeirra stendur.

Nánari upplýsingar á www.reitir.com 

Reitir 2015