23.11.2005
Eftirfarandi reglur um úthlutun byggðakvóta hafa verið samþykktar í bæjarráði Siglufjarðar:“Megintilgangur reglnanna skal vera að auka útgerð og vinnslu á fiski á Siglufirði og fjölga störfum. 1. Veiðiheimildum samkvæmt bréfi Sjávarútvegsráðuneytisins frá 8. ágúst 2005 skal úthlutað til einstakra aflamarksskipa og krókaaflamarksbáta, sem leggja upp afla sinn til vinnslu hjá fiskverkunarstöðvumeða fiskmarkaði á Siglufirði, samkvæmt nánara samkomulagi. Eingöngu skulu fiskiskip sem skráð eru á Siglufirði 1.09.2005 koma til greina við úthlutun aflaheimilda. Ekkert fiskiskip skal hljóta meira en 20 þorskígildislestir. Eftirstöðvum vegna 20 tonna ákvæðis skal skipta á milli fiskiskipa á grundvelli greinar 2.1.b. Ef bolfiskaflamark skips hefur minnkað frá úthlutun fiskveiðiársins 2004/2005 til 1.september 2005 vegna framsals þá kemur það skip aðeins til greina við skiptingu 15% hlutarins sbr. c-lið 2.1. Þeir aðila sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári og hafa ekki fylgt þágildandi reglum varðandi ráðstöfun byggðakvóta skulu ekki koma til greina við úthlutun nú.2. Byggðakvóta verður skipt þannig milli þeirra fiskiskipa að hámarki 30 brúttórúmlestir að stærð er sækja um og fullnægja skilyrðum.2.1. Veiðiheimildunum 210 þorskígildistonnum skal skipt sem hér segir:a). 45% skal skipt jafnt á milli fiskiskipa.b). 35% skal skipt á grundvelli úthlutunar veiðiheimilda í upphafi fiskveiðiársins 2005/2006.c. 20% byggðakvóta verður úthlutað í janúar 2006. Um þann hluta geta sótt um: a) Fiskiskip sem uppfylla ekki skilyrði um framsal sbr. 2. málsgr. reglu 1.b) Fiskiskip sem gera út á ferðamennsku. 3. Öllum aðilum á Siglufirði sem úthlutað er byggðakvóta er skylt að leggja til aflaheimildir að lágmarki til jafns við úthlutaðan byggðakvóta og skoðast móttekin umsókn sem staðfesting viðkomandi á því að það verði gert. 4. Þeir aðilar sem úthlutað er byggðakvóta skulu leggja fram gagnkvæman samning við fiskvinnslu/fiskmarkað á Siglufirði um löndun afla. Öllum afla samkvæmt þessari grein skal landað fyrir lok 31. júlí 2006.5. Úthlutaður byggðakvóti er ekki framseljanlegur en heimilt er að skipta á milli bolfisktegunda. Minnki aflaheimildir fiskiskips sem hlýtur byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári vegna framsals skulu þær afsala sér sambærilegu magni af byggðakvótanum, sem úthlutað verður að nýju.6. Í lok fiskveiðiárs skulu útgerðir, sem fengið hafa byggðakvóta skila til sveitastjórnar skýrslu um landaðan afla til vinnslu í samningsbundnum fiskverkunarfyrirtækjum eða á fiskmarkaði og skal skýrslan staðfest af viðkomandi samningsaðila. Verði skýrslu ekki skilað eða ákvæðum þessara reglna um löndun og vinnslu afla ekki fylgt skulu viðkomandi bátar og fiskverkanir ekki eiga rétt á úthlutun byggðakvóta komi til slíkrar úthlutunar.Umsóknarfrestur er til 5. desember n.k.