Ratsjáin fer af stað í janúar 2025 – Skráning hafin!

Nú er tækifærið til að taka þátt í Ratsjánni 2025, þróunarverkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem vilja efla getu sína og auka samkeppnishæfni í átt að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.

Helstu dagsetningar:

  • Kynningarfundur 9. desember 2024
  • Umsóknarfrestur: 17. janúar 2025
  • Kynningarfundur (Kick-off): 15. janúar 2025 í Reykjavík á Ferðaþjónustuvikunni
  • Verkefnið hefst formlega: 28. janúar 2025
  • Lokaviðburður: 3. apríl 2025 á Akureyri

Hvað bíður þátttakenda?

  • Fimm lotur með sérstaka áherslu á sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.
  • Aðgangur að sérstöku vinnusvæði á netinu fyrir fræðslu og verkefnavinnu.
  • Vinnustofur á netinu með jafningjarýni og hópumræðum.
  • Leiðsögn og stuðningur frá sérfræðingum í ferðaþjónustu.

Verð og stuðningur

Þátttökugjald fyrir verkefnið er einungis 15.000 krónur á fyrirtæki. Hægt er að nýta starfsmenntasjóði til að mæta kostnaði.

Markmið verkefnisins

Ratsjáin 2025 miðar að því að efla sjálfbærni í íslenskri ferðaþjónustu, í samræmi við stefnu stjórnvalda um að gera Ísland að leiðandi landi í sjálfbærri þróun. Fyrirtæki sem taka þátt fá einstakt tækifæri til að byggja upp þekkingu og hæfni sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar og styrkari rekstrar.

Hvernig skrái ég mig?

Það er einfalt að skrá sig! Fylltu út umsóknina í gegnum umsóknarformið hér fyrir 17. janúar 2025 og tryggðu þátttöku.

Ekki missa af þessu tækifæri til að taka þátt í Ratsjánni 2025 og verða hluti af framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu.

Komdu með í ferðalag framtíðarinnar í ferðaþjónustu – Taktu þátt í Ratsjánni 2025!