Rannsókn á skíðasögu Ólafsfjarðar

Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að ganga til samninga við Síldarminjasafnið um rannsókn á skíðasögu Ólafsfjarðar og var bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið.

Samkomulagið felur í sér viðtalsrannsókn og heimildasöfnun á skíðasögu Ólafsfjarðar af hendi Síldarminjasafnsins. Þegar hefur skíðasaga Siglufjarðar verið skráð. Ætlunin er að gera skíðasögu Fjallabyggðar aðgengilega á netinu.
Á myndinni má sjá bæjarstjóra Þóri Kr. Þórisson og Örlyg Kristfinnsson ásamt Rósu Margréti Húnadóttur þegar samningurinn var undirritaður.