Culture Moves Europe veitir ferðastyrki til listamanna og fagfólks í menningarmálum í öllum 40 Evrópulöndum innan Creative Europe. Styrkirnir eru veittir til eftirfarandi sviða:
- Arkitektúrs
- Menningararfs
- Hönnunar
- Bókmennta
- Tónlistar
- Myndlistar
- sviðslista.
Hæfniviðmið: Einn áfangastaður, eitt verkefni og einn samstarfsaðili í Evrópu.
Umsækjendur verð að hafa náð 18 ára aldri.
Lengd ferðar: 7-60 dagar en ef hópur allt að 2-5 manns er tímabilið 7-21 dagur.
Ferðastyrkur: 350 evrur og uppihald er 75 evrur á dag.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2024 en umsóknarfrestir eru mánaðarlega fram í maí.
Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér og við hvetjum áhugasama um að hafa samband við ragnhildur.zoega (hjá) rannis.is og/eða culturemoveseurope(hja)goethe.de
ATH! Jafnramt eru veittir styrkir til gestgjafa, þ.e.a.s. þeirra sem bjóða upp á residensíu, síðasti frestur var 16. janúar 2024 en um að gera að skoða núna hvort þú viljir sækja um næst! Sjá nánar hér.
Sjá meira