Rækjuvinnslan hættir

Vinnslu hefur nú verið hætt í rækjuvinnslu Ramma á Siglufirði. Um 30 manns störfuðu við rækjuvinnsluna sem hafði verið rekin með tapi um allnokkurt skeið.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa staðið yfir viðræður milli Ramma ehf., bæjaryfirvalda og Byggðastofnunar um leiðir til að halda rækjuvinnslu á Siglufirð í gangandi einhverri mynd. Hugmyndirnar byggðust á stofnun hlutafélags um reksturinn með aðkomu þessara þriggja aðila. Vonir stóðu til að hægt væri að reka vinnsluna áfram, þó með færri starfsmönnum en áður. Nú er orðið ljóst að ekkert verður af þessum áformum. Samkvæmt bókun í fundargerð bæjarráðs sl. miðvikudag er ástæðan sú að ekki náðist samkomulag um áframhaldandi starf starfsfólks Ramma ehf. hjá dótturfyrirtæki þess Sunnu ehf. Það er því ljóst að rækjuvinnsla leggst af í Siglufirði. Bæjarstjórn mun halda áfram að leita leiða til að efla atvinnulíf í sveitarfélaginu og mæta þessu áfalli.