Mynd: Markaðsstofa Norðurlands
Ráðstefna um tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu verður haldin 21. nóvember kl 13:00 – 15:30 á Kea hótel Akureyri.
Markaðsstofa Norðurlands hefur undanfarið ár unnið að greiningu á mögulegum tækifærum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með tilkomu styrks frá Ferðamálastofu var hægt að fara í þessa greiningarvinnu.
Á ráðstefnunni verða kynntar tvær rannsóknir sem gerðar voru síðastliðið sumar. Kynnt verður rannsókn RRF, sem byggir á Dear Visitor rannsókn sem gerð er í Leifstöð. Síðan mun Vera Vilhjálmsdóttir sérfræðingur hjá RMF, kynna rannsókn sem gerð var í sumar á nokkrum söfnum, setrum og sýningum á Norðurlandi, þar sem gestir voru meðal annars spurðir um upplifun þeirra og hvar þau fengu upplýsingar um þessa viðkomustaði, svo eitthvað sé nefnt.
Að þessu loknu verður boðið upp á fjögur erindi um sögutengda ferðaþjónustu:
- Menning og saga í landkynningu
Inga Hlín Pálsdóttir - forstöðumaður Áfangastaðarins Ísland – Íslandsstofa
- Að nálgast erlenda ferðamenn
Aníta Elefsen - Safnastjóri – Síldarminjasafnsins
- Þróun upplifunar – Nýting á gagnvirkum sýndarveruleika
Áskell Heiðar Ásgeirsson – Framkvæmdastjóri – 1238 Sauðárkrókur
- Uppbygging við Þrístapa
Einar K. Jónsson - Sveitarstjóri – Húnavatnshreppur
Markaðsstofan hvetur alla þá sem hafa áhuga og vilja kynna sér tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu að skrá sig hér: https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-radstefnu-um-sogutengda-ferdathjonustu
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna gefur Björn H Reynisson, bjorn@nordurland.is eða í síma 462 3300.
Frétt af vef Markaðsstofu Norðurlands