Ráðning bæjarstjóra Fjallabyggðar

Sigurður Valur Ásbjarnarson
Sigurður Valur Ásbjarnarson
Á bæjarstjórnarfundi í gær, þann 3.júlí 2014, var samþykkt samhljóða að endurráða Sigurð Val Ásbjarnarson sem bæjarstjóra í Fjallabyggð til næstu fjögurra ára.
Ljóst er að Sigurður Valur býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem mikilvæg er í þeim fjölmörgu verkefnum sem að sveitarfélaginu snúa. 
Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að gera ráðningarsamning við bæjarstjóra sem lagður verður fyrir bæjarráð og síðar staðfestur af bæjarstjórn.
Við væntum þess að bæjarstjóri og bæjarstjórn eigi farsælt samstarf íbúum sveitarfélagsins til heilla. 

Magnús Jónasson forseti bæjarstjórnar og
Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs.


Frá Sigurði Val Ásbjarnarsyni:

Bæjarstjóri þakkar traust bæjarstjórnar og mun áfram leggja áherslu á opna stjórnsýslu með hag bæjarbúa að leiðarljósi.
Í upphafi þessa kjörtímabils vil ég þakka góðar árnaðaróskir. 
Það er vissulega ætlun bæjarstjórnar og bæjarstjóra að koma góðum málum til framkvæmda á hverjum tíma.
Lögbundin verkefni og velferðarmál verða alltaf áhersluþáttur hverrar bæjarstjórnar.
Á kjörtímabilinu 2014 – 2018 er og ætlunin að leggja mun meiri áherslu á umhverfismál en þar fara áhugamál bæjarbúa, bæjarstjórnar og bæjarstjóra saman. 
Bæjarkjarnarnir í Ólafsfirði og á Siglufirði búa yfir sterkri og viðburðarríkri sögu. 
Það er mitt mat að bæjarfélagið Fjallabyggð standi frammi fyrir mikilli áskorun er varðar mörg mál og vil ég nefna menningar- og umhverfismál sérstaklega.
Leggjum því áherslu á okkar nær umhverfi og gott mannlíf á næstu árum. 
Með samtakamætti mótum við nýja tíma, sögu sem við verðumsíðar stolt af.

Sigurður Valur Ásbjarnarson
bæjarstjóri Fjallabyggðar