Opnunartónleikar Berjadaga 2017 17. ágúst nk.

Mynd: Guðný Ág.
Mynd: Guðný Ág.

Þríeyki glæsilegra söngvara setur tóninn fyrir Berjadaga að þessu sinni með hrífandi söngdagskrá í Ólafsfjarðarkirkju, fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20:00. Tenórarnir frá Siglufirði ásamt Elfu Dröfn flytja þekktar aríur og dúetta í bland við lög eftir Bjarna Þorsteinsson, Sigfús Halldórsson og Ingibjörgu Þorbergs. Bjarni Frímann Bjarnason er meðleikari kvöldsins.

Flytjendur:
Hlöðver Sigurðsson tenór, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzósópran, Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari.

Tónlistarhátíðin Berjadagar 2017 fer fram í Ólafsfirði 17.-20. ágúst. Á hverju kvöldi verða klassískir tónleikar og fleiri viðburðir á daginn. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri.