Opnunartími bókasafns Fjallabyggðar í sumar.

Bókasafn Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði verður opið alla daga vikunnar í júní, júlí og ágúst

samkvæmt upplýsingum frá Rósu Bjarnadóttur forstöðumanni safnsins. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur undanfarin sumur og ætti að gleðja ferðamenn ekki síður en bæjarbúa.

Á virkum dögum verður opið frá kl. 11 til kl. 17 og um helgar frá kl. 11 til kl. 15. Þessi breytti afgreiðslutími tekur gildi í dag, 7. júní.

Rósa tók við safninu í fyrrahaust og hefur gert ýmsar breytingar á því, meðal annars bætt aðstöðu fyrir börn, sem hefur skilað sér í aukinni aðsókn. Þá er langt komið að skrá safnkostinn í Gegni, sem er samskrá íslenskra bókasafna, og útlánin eru orðin með rafrænum hætti.

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði verður í sumar í Bókasafninu, og á það þátt í að hægt er að bjóða upp á bætta þjónustu.