Opnun tilboða í Héðinsfjarðargöng!

Kl. 14.15 í dag, föstudaginn 30. maí, voru opnuð tilboð í framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng. 4 tilboð bárust og eitt frávikstilboð.Lægsta tilboðið áttu Íslenskir Aðalverktakar í samvinnu við fleiri aðila og hljóðaði tilboðið upp á ríflega 6 milljarða króna. Hæsta tilboð átti hins vegar ítalska verktakafyrirtækið Impregilo í samvinnu við fleiri aðila og var það rúmlega 9 milljarðar króna. Lægsta tilboðið er um 3% yfir kostnaðaráætlun en hún hljóðaði uppá tæpa 6 milljarða króna.Ástæða er til að fagna þessum áfanga og tekur nú væntanlega við yfirferð á tilboðum og í framhaldinu samningagerð.Nöfn bjóðendaTilboðs upphæð (kr)Hlutfall af áætlun (%) NCC AC, Íslenskir Aðalverktakar hf.6.176.608.480103,20% Ístak hf, E. Pihl & Søn AS (frávik)6.563.290.904109,60% Balfour Beatty Major Projects, Arnarfell ehf.6.594.125.072110,10% Ístak hf, E. Pihl & Søn AS7.238.614.139120,90% Impregilo S.p.A, Eykt ehf, Héraðsverk ehf.9.093.009.215151,90% Áætlaður verktakakostnaður: 5.986.880.500