Opinn foreldra- og íbúafundur miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:00 í matsal Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði.
Efni fundarins: Hugmyndir Vinnuhóps um betri leikskóla að breytingum á starfsumhverfi í Leikskóla Fjallabyggðar.
Undanfarnar vikur hefur Vinnuhópur um betri leikskóla verið að störfum í Fjallabyggð.
Vinnuhópnum var falið að koma með breytingatillögur á núverandi skipulagi leikskólans, með það að leiðarljósi að styrkja til framtíðar faglegt og árangursríkt leikskólastarf og bæta stöðugleika og starfsumhverfi barna og starfsfólks í leikskólum Fjallabyggðar. Hópurinn hefur þegar boðað til og setið vinnufundi með bæjarstjórn, starfsfólki leikskólans og fulltrúum atvinnulífs í Fjallabyggð.
Nú boðar vinnuhópurinn til kynningarfundar fyrir íbúa Fjallabyggðar og hvetur foreldra leikskólabarna sérstaklega til að mæta á fundinn. Á fundinum verða hugmyndir hópsins kynntar og ræddar með það fyrir augum að fá sem best fram sjónarmið sem flestra.
Fundur verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:00 í matsal Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði. Reiknað er með að fundurinn standi í eina klukkustund.