Nýtt safnaðarheimili tekið í notkun í Ólafsfirði

Það var þétt setinn bekkurinn þegar nýtt safnaðarheimili við Ólafsfjarðarkirkju var tekið í notkun sunnudaginn 2. desember.

Safnaðarheimilið, sem Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hannaði, er hið glæsilegasta. Það er sambyggt kirkjunni og þykir útliti viðbyggingarinnar og form falla vel að upprunnalegri hönnun Rögnvaldar Ólafssonar. Kirkjan var byggð árið 1915 og rúmaði þá nær alla íbúa Ólafsfjarðar. Hafist var handa við breytingar á kirkjunni árið 1997, þegar kirkjan var lengd og salur, sem nú tengir kirkjuna safnaðarheimilinu byggður við norðurhlið hennar.