Nýr styrktarsjóður TÁT

Styrktarsjóður Tónlistarskóla Tröllaskaga (TÁT) hefur verið stofnaður af rekstraraðilum skólans, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Sjóðnum er ætlað að styrkja unga nemendur og tónlistarmenn sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í námi sínu hjá TÁT og í sinni heimabyggð og vilja afla sér meiri menntunar.

Styrkir úr sjóðnum eru veittir til áframhaldandi náms, hvort sem það er í öðrum sveitarfélögum, námskeiðum, masterklass, tónleikahaldi eða öðrum tónlistartengdum verkefnum sem tengjast Tröllaskaga.

Opnað fyrir umsóknir frá 15. nóvember

Umsóknarfrestur fyrir árið 2024 stendur frá föstudeginum 15. nóvember til 31. desember. Umsóknir berast stjórn TÁT, ásamt upplýsingum um kostnað og framkvæmd verkefnis, sem þarf að miðast við tímabilið 1. júní til 31. maí ár hvert. Stjórn sjóðsins, skólanefnd TÁT, tekur umsóknir til skoðunar á tímabilinu janúar til apríl.

Úthlutun á skólaslitum TÁT 2025

Fyrsta úthlutun úr sjóðnum mun fara fram á skólaslitum TÁT þann 28. maí 2025 í Tjarnarborg. Framvegis verður það regla sjóðsins að nýta skólaslit TÁT til að afhenda styrkina.

Aðeins íbúar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar geta sótt um

Þeir sem sækja um þurfa að vera með lögheimili í Dalvíkurbyggð eða Fjallabyggð. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja sjóðinn geta lagt inn á reikning sjóðsins: 0133-15-005580, kennitala 6205982089.

Nánari upplýsingar um styrktarsjóðinn má finna á heimasíðu TÁT á www.tat.is, eða hafa samband í gegnum netfangið tat@tat.is eða í síma 898-2516.

Sækja um styrk HÉR.