Nýr kynningarbæklingur um Fjallabyggð

Út er komin nýr kynningarbæklingur um Fjallabyggð. Í bæklingnum er að finna helstu upplýsingar um sveitarfélagið og hvað það hefur upp á að bjóða. 
Upplýsingar um söfn, setur, golfvelli, tjaldsvæði og þá fjölbreyttu náttúru sem ferðamaðurinn getur upplifað með heimsókn sinni til Fjallabyggðar.
Bæklingurinn er gefin út á íslensku og ensku. Það var vinnuhópur um gerð ferðastefnu Fjallabyggðar sem kom að vinnu við gerð bæklingsins. Um hönnun sá Gígja Ívarsdóttir, grafískur hönnuður. Bækingnum verður dreift á upplýsingamiðstöðvar vítt og breitt um landið og helstu ferðamannastaði.
Vefútgáfu af bæklingnum má nálgast hér.