Norrænir munir til sýnis í bókasafninu

Skáparnir á bókasafninu
Skáparnir á bókasafninu
Í tilefni Norrænu bókasafnavikunnar sem er nýlokið hófu bókasafnið og Norræna félagið á Siglufirði samstarf. 
Glerskápar í eigu Norræna félagsins sem áður voru staðsettir á 2. hæð í Ráðhúsinu hafa nú eignast nýjan samastað í bókasafninu. Þar eru til sýnis munir sem Norræna félaginu hafa áskotnast í gegnum tíðina frá vinabæjum sínum á Norðurlöndunum.


Skáparnir komnir á góðan stað í bókasafninu á Siglufirði