Norðurstrandarleið/Arctic Coast Way

Síðasti vinnufundur með Blue Sail verður haldinn á Akureyri þann 12. september nk. frá kl. 9:45 - 17:00.

Allir eru velkomnir á fundinn sem telja mat og drykk mikilvægan hluta af upplifun ferðamanna um  Norðurstrandarleiðina/Arctic Coast Way. Veitinga- og kaffihúsaeigendur, kokkar, matvælaframleiðendur, bakarar, bændur og ferðaskipuleggjendur sem vilja bjóða upp á mat/drykk sem hluta af upplifun í ferðum sínum eru réttu aðilarnir til að ræða og vinna saman að þróun einstakrar matar upplifunar á Norðurstrandarleiðinni á þessum fundi auk annarra áhugasamra hagsmunaðila. 

Allir sem áhuga hafa á ferðamannaveginum „Norðurstrandarleið / Arctic Coast Way” eru velkomnir á þennan fund til að fá yfirsýn á stöðu mála á vinnu Blue Sail. Á fundinum verður einnig unnið áfram á gagnvirkan hátt með praktísk verkefni varðandi hvernig hægt er að þróa fleiri  upplifanir og bæta þær sem fyrir eru auk þess að skoða praktískar útfærslu á verkfærakassa sem Blue Sail, Markaðstofu Norðurlands og stýrihópurinn er að láta hanna.

Á fundinum mun Blue Sail kynna helstu áherslur ferðamannavegarins sem notaðar verða í kynningarefni leiðarinnar, auk þess að draga fram hvar styrkir og áskoranir liggja þegar horft er til þeirra afþreyingar sem við bjóðum upp á. Meðal annar verða dregnar fram þær tillögur Blue sail varðandi hvaða „einstakar upplifanir” eða svokallaðar „Hero Experiences” verða kynntar þegar ferðamannaleiðin verður afhjúpuð.

Frá síðastliðnu hausti hefur breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail verið verkefnastjóra og stýrihópi Norðurstrandarleiðar/Arctic Coast Way til halds og trausts við vinnu á hönnun upplifana fyrir og aðstoðað okkur við að tryggja að hægt verði að bjóða upp á úrval „einstakra upplifana” eða svokallaðra „Hero Experiences” þegar ferðamannaleiðin verður afhjúpuð sumarið 2019.

Næsta skref í þessari vinnu eru fundir sem haldnir verða á veitingastaðnum Greifanum á Akureyri, fyrir allt svæði Norðurstrandarleiðarinnar/Arctic Coast Way þann 12. september, en þetta verða jafnframt síðustu fundirnir með Blue Sail. Með þessum fundum er stefnt að því að sameina alla þá sem aðkomu hafa að Norðurstrandarleiðinni/Arctic Coast Way sem eina heild og vinna þar að sameiginlegum hagsmunum.

Yfir 100 afþreyingar- og hagsmunaðilar tóku þátt í þrem vinnufundum í apríl síðastliðnum á vegum Blue Sail þar sem hugmyndir og tækifæri til upplifunar voru rædd og metin. Neen Kelly frá Blue Sail kom síðan í vettvangsferð um svæðið í sumar og í framhaldi af þeirri vinnu munu þær Amanda Shepard og Lorna Easton koma í september til að halda áðurnefnda vinnu- og kynningarfund með hagsmunaðilum.

Dagsetning: 12. september
Staðsetning: Greifinn á Akureyri

Dagskráin:

Kl. 9.45 – 13.00 Matartengd vinnusmiðja
kl. 14.15 – 17.00 Kynningar- og vinnufundur


Hér er hægt að skrá sig á fundina.