Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi og er hún í anda Vestfjarðarvíkingsins. Keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar á Norðurlandi. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon. Keppt er á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Ólafsfirði og á Mývatni.
Keppni sterkustu manna landsins fer fram 23 - 25. ágúst 2018
Fimmtudagur 23. ágúst
Kl. 13:00 Blönduós, Drumbalyfta, Bæjartorginu við félagsheimilið
Kl. 17:00 Skagaströnd, Kast yfir vegg, Grundarhólum við Spákonuhof
Föstudagur 24. ágúst
Kl. 12:00 Sauðárkrókur, Réttstöðulyfta, við safnhús Skagfirðinga
Kl. 17:00 Ólafsfjörður, Víkingapressa og Mylluganga, við Tjarnarborg
Laugardagur 25. ágúst
Kl. 12 Mývatn, Framhald og Réttstöðuhald, við Dimmuborgir