Nordurland.is

Nýr  vefur Markaðsstofu Ferðamála á Norðurlandi www.nordurland.is er formlega kominn í loftið ! Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri opnaði heimasíðuna á fundi með bæjar og sveitarstjórum Norðurlands sem Markaðsstofan bauð til mánudaginn 12 okt. Vefurinn er þó  enn í vinnslu og verður það alltaf !

Verið er  að vinna í því að setja inn meira af upplýsingum, breyta, bæta og laga, og þannig verður það áfram.Ætlunin er að hafa heimasíðuna lifandi vef þar sem ferðamenn, innlendir sem erlendir, geta fundir upplýsingar um allan þann fjölbreytileika sem í boði er á Norðurlandi, hvort sem um er að ræða náttúru, þjónustu, mannlíf, mat eða menningu. 

Fyrirtæki með samstarfssamning við Markaðsstofuna fá fljótlega póst með upplýsingum um hvernig þau geta nýtt sér nýja möguleika á síðunni, sett inn eigin myndir, texta og fleiri upplýsingar.Fyrirtæki sem eru með samstarfssamning við MFN verða mun sýnilegri en þau fyrirtæki sem ekki eru með í þessu samstarfi, það sama á við um nýju ferðahandbókina sem nú er að fara í endurskoðun.  

Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem enn hafa EKKI gert samstarfssamninga við geta haft samband við Markaðsstofuna og gert slíkan samning,  þannig fá fyrirtækin aukinn sýnileika bæði á heimasíðu og í ferðahandbókinni.