Deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur þann 15. maí 2013 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir grunnskólareit á Þormóðseyri á
Siglufirði.
Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir innan götureitsins og byggingarreit fyrir fyrirhugaða viðbyggingu skólahúsnæðis,
ásamt því að leysa bílastæðavandamál vegna skólans.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 15. mars til 26. apríl 2013. 2 athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt þær og sent
þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdir gáfu tilefni til breytinga á tillögunni hvað varðar bílastæði við
Norðurgötu. Gangstétt meðfram Norðurgötu færist inn fyrir bílastæðin þannig að bílastæðin færast að
götukanti.
Skipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.
Samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun sveitarstjórnar kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Kærufrestur er einn mánuður frá því að auglýsing um gildistöku birtist í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til tæknideildar
Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði, 3. hæð.