Niðurrif hússins við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði

Kirkjuvegur 4
Kirkjuvegur 4

Á fundi bæjarráðs þann 15. desember 2015 var ákveðið að húsið við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði yrði rifið. Niðurrifið hófst í gær 3. október og eru  komnar vel á veg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Frétt um ákvörðun bæjarstjórnar um að húsið skyldi rifið er að finna hér. 

Gamla Kaupfélagshúsið  Kirkjuvegur 4

 

Húsið að Kirkjuvegi 4 "Gamla kaupfélagshúsið" var byggt af Gunnlaugi Jónssyni á árunum 1927-28 og var strax keypt af félagi KEA sem setti þar á fót verslun sem rekin var allt til ársins 1949 eða þar til Ólafsfirðingar stofnuðu sitt eigið kaupfélag og yfirtóku reksturinn. Reksturinn var í um það bil tíu ár í þessu húsnæði en síðar var húsinu breytt í íbúðir. Húsið hafði verið í algjörri niðurnýðslu til margra ára og er nú komið að leiðarlokum þessa gamla húss.

 

Niðurrif Kirkjuvegur 4   Kirkjuvegur 4