Nemandi Tónskóla Fjallabyggðar áfram í Nótunni

Sigríður Alma Axelsdóttir
Sigríður Alma Axelsdóttir
Nótan uppskeruhátíð Tónlistarskólanna á Íslandi var haldin í Ketilhúsinu á  Akureyri laugardaginn 10 mars. Tónskóli Fjallabyggðar átti þar þrjá nemendur sem kepptu fyrir hönd skólans og stóðu sig allir frábærlega vel. Arndís Lilja Jónsdóttir spilaði Bella´s Lullaby eftir Carter Burwell, Vitor Vieira Thomas spilaði Blues Schuffle Solo eftir Roberto Calva og Sigríður Alma Axelsdóttir spilaði lagið Minningar, lag og texti eftir Sigríði Ölmu sjálfa. Sigríður Alma komst áfram með sitt atriði og tekur þátt í loka keppninni, sem fer fram í Eldborgarsalnum í Hörpu laugardaginn 18. mars.

Við óskum Sigríði góðs gengis í Eldborgarsalnum og vonum að sem flestir úr Fjallabyggð geti látið sjá sig í Hörpunni.

Hér er slóð á nokkrar myndir frá Ketilhúsinu.