Námskeið frá Símey í Fjallabyggð

Nú er enn ein haustönnin að fara af stað hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Í námskrá haustsins 2008 býður Símey íbúum Fjallabyggðar uppá 5 námskeið en auk þeirra eru í boði fjöldinn allur af námskeiðum annarsstaðar á Eyjafjarðarsvæðinu.  


Þau námsekið sem verða kennd í Fjallabyggð eru enska I, grunnnám í stærðfræði, hárgreiðslunámskeið fyrir pabba og mömmur, saumum kjólinn fyrir jólin og tölvunámskeið. Hægt er að skoða námskránna nánar hér.  
Skráningarsími er 460 5720

Öll námskeið Símey á Eyjafjarðarsvæðinu er hægt að finna á www.simey.is.

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar sem á kunna að verða og að næg þátttaka náist. Flest námskeiðanna miðast við 10 manna lágmarksþátttöku og 15-20 manna hámarksþátttöku.

Verð á námskeiðunum kemur fram í hverri námskeiðslýsingu og gert ráð fyrir að námskeiðsgjaldið sé greitt í fyrsta tíma nema annað sé tekið fram.

Munið að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og starfsmenntasjóðum