Námskeið í ræktun matjurta

Námskeið í ræktun matjurta verður haldið í áhaldahúsi Fjallabyggðar á Siglufirði fimmtudaginn  24. mars n.k. og hefst kl. 20:00.

Farið verður m.a. yfir ræktun, varnir og áburðargjöf grænmetis og kryddjurta.

Kennari er Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur.

Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir. Námskeiðsgjald er 2.500- kr.

Vinsamlega skráið þátttöku hjá garðyrkjustjóra Fjallabyggðar í síma 464 9200 eða valur@fjallabyggd.is

 

Valur Þór, garðyrkjustjóri.