SÍMEY býður upp á námskeið í handverkssmiðju í Dalvíkur- og Fjallabyggð, námskeiðið er s.k. Opin smiðja sem
er þróunarverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Í smiðju er lögð áhersla á nám til að skipuleggja, undirbúa, vinna og skila verki sem er starf eða hluti starfs á vinnumarkaði.
Undir Opnar smiðjur falla síðan nánari útfærslur á sértækum smiðjum, allt eftir viðfangsefni.
Námskeiðinu er ætlað að ná til þeirra sem eru að vinna að hverskonar handverki, má þar nefna vinna með tré, horn og bein,
plöntur eða hvað eina. Hugmyndin er að auka samræðu og jafnvel samvinnu á milli handverksfólks á Tröllaskaga þar sem m.a. menningararfurinn
er nýttur í sköpun handverks og hugsanlegt samstarfs í sölu, markaðssetningu eða framleiðslu á vöru.
Eftirfarandi eru nokkrir þættir sem tekið verður fyrir á námskeiðinu:
• Hvernig á að hugsa handverk?
• Hvernig nýti ég náttúruna í handverksvinnu og ferðaþjónustu?
• Sérstaða sveitarfélaganna.
• Markaðssetning á vörum.
• Kynning á handverki.
• Vöruþróun
• Aukið samstarf og samræða aðila á svæðinu sem sinna handverki og ferðaþjónustu.
Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi, verklegri vinnu, vettvangsheimsóknum auk þessa þurfa þátttakendur að halda verkdagbók
á meðan námskeiði stendur.
Námskeiðið er 80 klst. kennt seinniparta og um helgar.
Námskeið hefst ef næg þátttaka fæst.
Skráning fer fram á www.simey.is eða í síma 460-5720