Árleg þjóðlagahátíð hefst á Siglufirði á morgun, 2. júlí. Samkvæmt venju verða hin ýmsu
námskeið í boði og eru þau 11 í ár. Tvö námskeið eru sérstaklega ætluð börnum og unglingum.
Námskeiðin verða í boði 3. og 4. júlí nema nr. 9 – Þjóðlagaakademían sem verður alla daga.
Námskeið á þjóðlagahátíðinni 2014 verða sem hér segir:
1. Klezmer-tónlist. Fyrir hljóðfæranemendur. Kennarar: Félagar í Klezmer Kaos
2. Frá gregorsöng miðalda til fjölröddunar endurreisnartímans. Opið öllum. Kennarar: Félagar
í Le Miroir de Musique
3. Búlgörsk þjóðlagatónlist á harmóniku. Opið öllum áhugamönnum um harmónikutónlist. Kennari: Boris
Zgurovski
4. Slagverksnámskeið. Fyrir allt áhugafólk um ryðma. Kennari: Claudio Spieler
5. Frönsk þjóðlagatónlist. Opið öllum. Kennari: Dominique Plédel Jónsson
6. Tónlist í nýlendum Frakka. Opið öllum. Kennari: Dominique Plédel Jónsson
7. Útskurðarnámskeið. Kennari: Constantin Bors
8. Bæverskt hekl. Kennari: Kristín Hólm Hafsteinsdóttir
9. Þjóðlagaakademían. Ítarlegt námskeið um íslenskan tónlistararf
Námskeið fyrir börn og unglinga
10. Stokkar og steinar. Námskeið fyrir unglinga 12-15 ára. Kennari: Arnljótur Sigurðsson fjöllistamaður
11.Barnanámskeið - Námskeið fyrir börn 5-11 ára. Kennari: Björg Þórsdóttir tónmenntakennari
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þjóðlagahátíðarinnar
www.folkmusik.is