Nám á framhaldsskólastigi í Ólafsfirði og Siglufirði

Kynningarfundir um framhaldsnám skólaárið 2009-2010 verður í Ólafsfirði í Tjarnarborg miðvikudaginn 22. apríl kl. 12.00 og á Siglufirði í Ráðhúsinu 2. hæð mánudaginn 27. apríl kl. 18.00.

Á meðan beðið er eftir framhaldsskólabyggingunni hefur verið ákveðið að hefja námið í námsveri í fjarnámi ef næg þátttaka fæst.

Allir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk og foreldrar /forráðamenn þeirra, eru boðaðir á kynningarfund um fyrirkomulag námsins. Aðrir sem hafa hug á að nota tækifærið og stunda fjarnám eru einnig hvattir til að koma. 

 

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff

Fræðslu- og menningarfulltrúi