04.07.2003
Nýtt umræðusvæði hefur verið opnað á heimasíðu Siglufjarðarkaupstaðar. Svæðið er með nokkru öðru sniði en áður og nú þurfa notendur að skrá sig inn með nafni, kennitölu og póstfangi. Skráningin er mjög einföld og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Þegar viðkomandi skráir sig inn koma fram reglur um notkun og þarf að staðfesta þær til þess að notendanafn verði virkt.Þess má geta að viðkomandi notandi þarf ekki að nota eigið nafn á umræðusvæðinu, þ.e. hann getur notast við notendanafn, en hins vegar gerir skráning það að verkum að ávallt er vitað hvaða einstaklingur er að skrifa i hvert skipti.Reglur umræðusvæðisins eru eftirfarandi:Á umræðusvæðinu er gerð sú krafa að menn hagi sér samkvæmt góðum siðum og öllu efni sem þykir brjóta í bága við það verður umsvifalaust hent út. Skítkast, rógburður, illgirni og dónaskapur gagnvart einstaklingum verður ekki liðinn. Óheimilt er að senda efni sem brýtur gegn lögum og almennu velsæmi, er ærumeiðandi, ósæmandi á einhvern hátt eða hefur að geyma óstaðfestar ásakanir eða dylgjur í garð einstaklinga eða lögaðila.Ef upp koma mál sem þykja tilefni til kæru, fara þau beint til lögreglu og munu þeir sjá um að þau mál fara rétta leið í kerfinu.Vonast er til að nýtt fyrirkomulag mælist vel fyrir og verði notað til umræðu þau málefni sem fólk telur skipta máli.