07.02.2003
Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Ólafsfjarðarós nú í byrjun sumars. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar hafa fyrstu skrefin þegar verið tekin og útboð vegna niðurrekstrarstaura verður auglýst þann 10. febrúar. Er reiknað með að vinna við að koma þeim niður geti verið lokið 31. maí. Útboð á brúnni sjálfri er áætlað að auglýsa 10. mars og í byrjun apríl eiga niðurstöður þess að liggja fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki ósennilegt að framkvæmdir við brúnna geti hafist í lok maí eða um leið og fyrsta verkáfanganum er lokið.Því er ekki að neita að þetta eru mikilvægar og góðar fréttir fyrir Ólafsfirðinga og Siglfirðinga. Þessi brú er fyrsti áfangi að gerð ganganna sem allir hafa beðið eftir um langan tíma. Göngin og þá um leið nýja brúin opna óteljandi möguleika fyrir bæjarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu.Frétt af heimasíðu Ólafsfjarðarkaupstaðar