Að undanförnu hafa dagskrárgerðarmenn N4 verið duglegir að heimsækja Fjallabyggð, flytja þaðan fréttir og stuttar kynningar af atvinnulífi staðarins.
Eins og margir vita er nú mögulegt fyrir íbúa Fjallabyggðar að ná útsendingum N4 Sjónvarp Norðurlands í gegnum dreifikerfi Digital Ísland á rás 15.
Auk fjölda ruglaðar sjónvarpstöðva sem hægt er að kaupa áskrift af hjá Digital Ísland er þar að finna nokkrar óruglaðra sjónvarpsstöðvar eins og N4. Þó er einungis hægt að ná þessum stöðvum sé maður með afruglara frá Digtail Ísland eða með sjónvarp með sérstökum digital móttakar (DVB). Nauðsynlegt er að fara í „Menu“ myndlykils og leita að þessum nýju stöðvum með sjálfvirkri leit.
Á dagskrá N4 eru fréttir og þátturinn Að norðan kl. 18:15 frá mánudegi til fimmtudags. Þessir þættir eru síðan endurteknir á klst. fresti til kl:12:15 daginn eftir.
Á föstudögum kl:18:15 eru Fréttir og Föstudagsþátturinn sýndur en sú dagskrá er einnig endurtekinn á klst. fresti þar til kl:12:15 daginn eftir. Þar er m.a. farið yfir fréttir liðinnar viku.
Á laugardögum og sunnudögum er valið efni frá liðinni viku endursýnt á klst. fresti frá kl.12:15Hægt er að skoða dagskrá N4 hér
http://www.n4.is/page/dagskra/