Myndasöguhátíð Siglufjarðar 30. ágúst til 1. september 2024

Myndasöguhátíð Siglufjarðar, sem líklega er nyrsta myndasöguhátíð í heimi, mun fara fram 30. ágúst til 1. september 2024. Þar munu íslenskir og erlendir listamenn og höfundar taka höndum saman með samfélaginu á Siglufirði og setja upp einstakan viðburð í kringum menningu myndasögunnar.

Um hátíðina

Myndasöguhátíðin á Siglufirði er til heiðurs myndasöguforminu þar sem fjölbreytileika miðilsins er gert hátt undir höfði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem fólk á öllum aldri ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin er styrkt af Fjallabyggð og nýtur einnig stuðnings frá nærsamfélaginu því fjöldi bæjarbúa leggur hátíðinni lið. Siglufjörður skipar sérstakan sess í íslenskri menningarsögu því auk þess að hafa verið miðstöð Síldarævintýrsins þá er hann einnig fæðingarstaður íslenskrar myndasöguútgáfu. Það var hér sem Siglufjarðar Prentsmiðjan skráði sig í sögubækurnar á fjórða áratug 20. aldar og var fyrst til að gefa út myndasögur á íslensku. Það er í þessum fagra firði sem við erum stolt af því að halda fyrstu Myndasöguhátíð Íslands.

Dagskrá hátíðarinnar:

Föstudagur 30. ágúst

  • 14:00 - 17:00 Hallgrímur Helgason, sýning í Alþýðuhusið

Stríðsfórnarlömb - Með sýningunni Stríðsfórnarlömb vill listamaðurinn beina athyglinni frá barnamorðunum sem fylla síma okkar allan sólarhringinn að fólkinu sem ber ábyrgð á þeim og fólkinu sem gæti mögulega stöðvað þau. Athafnaleysi er afstaða. Á sýningunni eru ný málverk sem öll eru portrett af stjórnmálafólki og þjóðarleiðtogum
vorra daga og spanna skalann frá Pútín til Biden. Allt þetta stjórnmálafólk verður dæmt af samstöðu sinni með þjóðarmorðunum tveimur. Allt er það Stríðsfórnarlömb.

Hallgrímur Helgason er þekktur fyrir skáldsögur sínar og skrif en hefur einnig sýnt myndlist víða um lönd, á einka- og samsýningum. Hann hefur nær eingöngu haldið sig við málverk og teikningar á löngum ferli og á verk í eigu safna hérlendis og erlendis. Þar á meðal eru FRAC-Poitou Charentes í Angouleme í Frakklandi og Metropolitan-safnið í New York. Sýning hans í Kompu er ein af fjórum sem hann heldur á þessu ári. Á útmánuðum sýndi hann Hópmyndir af sjálf í listamiðstöðinni Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn. Hluti þeirrar sýningar verður settur upp í Nordatlantisk hus í Óðinsvéum í lok ágúst. Og í október opnar miðferlis-yfirlitssýning hans í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum.

Sýningin verður opin frá 14:00 til 17:00 á meðan hátíðin stendur yfir.

  • 16:00 Siglufjarðarprentsmidja, sögusýning í Söluturninum Gallerí

Did you know that the early history of comics in Iceland can be traced back to Siglufjörður?
Comic books and action magazines have been found in Iceland ever since the 1940s, when American soldiers were stationed here, in the years around and after World War II, bringing with them various examples of popular American culture, including comic books. It was in Siglufjörður, at the end of the 1930s, that Siglufjarðarprentsmidja started publishing Tarzan comic books. This publishing house would translate the captions and publish Icelandic versions of popular comics books, such as Tarzan, Superman, Batman, Spider-Man, Laurel and Hardy, and Tom & Jerry. These Icelandic copies were then sold at gas stations and convenience stores, for eager children and adults alike. Since then, the heroes of these comic books have become a large part of the cultural upbringing of Icelandic children and remain beloved to many up until this day.

Join us at Söluturnin Gallery to learn more about this fascinating chapter of history that unfolded in the far corner of the country but which had a lasting impact on the arts and culture landscape of Iceland.

About the curator:

Örlygur Kristfinnsson, born in 1949, studied at the Art and Craft School of Iceland and, upon graduation, dedicated many years to teaching. A lifelong resident of Siglufjörður, Örlygur has an intimate understanding of the town, its people, and its rich history. As a founding member and first director of the Herring Era Museum of Iceland, Örlygur is deeply immersed in the herring history that is so vital to Siglufjörður's identity. His lifelong work—as an educator, author, painter, local historian and now curator of the Siglufjarðarprentsmidja exhibition for the Siglufjörður Comics Festival—reflects his commitment to preserving and sharing the cultural heritage of the region.

Sýningin verður í gangi allan septembermánuð.

  • 17:00 Sýning Brian Pilkington í Síldarminjasafninu

Experience the enchanting world of Icelandic Trolls through the eyes of acclaimed illustrator Brian Pilkington. This very special exhibition will showcase original illustrations of Trolls and Yule Lads, capturing the essence of Iceland's folk traditions.

Born in 1950 in Liverpool, England, Brian’s journey into the captivating realm of Icelandic Trolls began in the 1980s. Throughout his prolific career, Brian has released more than 20 books about Icelandic Trolls, each translated into dozens of languages.

His approach is traditional—everything is done by hand. Using brushes and watercolor on paper, Brian meticulously paints his pictures, bringing to life his emotionally vibrant characters under a distinctly Icelandic light. Each illustration—painted with such love and attention to detail, from the accurate depiction of birds and Icelandic landscapes to the Troll’s attire, jewelry and housewares—is a testimony to Brian’s personal journey into the magical sphere of Icelandic nature, folklore and Christmas traditions.

His works are instantly recognizable to every Icelander, young and old alike, and have helped canonize what Trolls and Yule Lads look like in popular Icelandic culture.

Don’t miss this rare opportunity to witness up-close the exquisite craftsmanship of Brian Pilkington’s creative genius, and to meet the artist in person, as he will be in attendance! Opening on August 30th at The Herring Era Museum, the exhibition will run throughout the month of September.

  • 20:00 - 21:00 Drekktu og teiknaðu í Segli 67

Join us for a special Drink and Draw event featuring live jazz music by the Akureyri-based duo, Baby Bop!

Drink and Draw is a social event where people gather to draw and scribble while enjoying drinks. It's a casual environment where you can express yourself artistically and mingle with others. Sure, not everyone is an artist, but anyone can draw! Drink and Draw is not an art class. It's a social affair where seasoned scribblers and absolute beginners alike come together to create masterpieces. No commitment—just pure, relaxed fun.

Drink and Draw events have become a beloved monthly tradition in Siglufjordur, where we gather to draw together and enjoy a variety of locally crafted beers by our host, Segull 67. But this time, we're taking it to the next level. Enjoy the soothing sounds of live jazz music while you sketch away.

No alcohol, no problem! Grab a refreshing soda from the bar and keep drawing and enjoying.

We'll provide art supplies, but you are very welcome to bring your own too.

Don't miss out on this special event where art meets music meets drinks and partying. See you there for an evening of creativity and fun!

Babybop is a project that started as an idea between two guitar players Dimitrios Theodoropoulos and Jóel Örn Óskarsson around the year 2021. Jóel was then a student in Tonak music school of Akureyri were Dimitrios is teaching guitar since 2011. Babybop is focusing from the beginning on Jazz Standards repertoire drawing inspiration from the blues / swing / bop and latin eras and the idea of inviting young musicians who are interested in improvisation, to work and play together. In 2024, Babybop invited the singer Erla Mý­st, also a vocal teacher in Tonak, to join forces and this is the current format. A trio between Erla, Dimitrios and Elí­as – voice, guitar and bass. Babybop among other things is a band about fun, understanding and improvisation. 

Laugardaginn 31. ágúst

  • 11:00 - 12:00 Fyrirlestur að morgni eftir Einar V. Másson í Alþýðuhúsinu

Einar Valur Másson, formaður Ííslenska Myndasögusamfélagsins, fer með erindi þar sem hann lýsir framtíðarsýn sinni á hlutverk myndasagna og grafískra skáldsagna á Íslandi. Í erindinu færir hann rök fyrir hvernig þessi látlausi miðill getur hafið Ísland til vegsemdar og virðingu, auk þess að benda á helstu hindranirnar á leiðinni og hvernig megi riðja þeim úr vegi.

Einar Valur Másson er margverðlaunaður myndasöguhöfundur, myndskreytir, þýðandi og ritstjóri. Árið 2019 stofnaði hann Íslenska Myndasögusamfélagsins (ÍMS) ásamt Ötlu Hrafney Önnudóttur og Védísi Huldudóttur og gegnir nú formannsstöðu innan félagsins. Hann hefur ritstýrt fjölda myndasagna, þ.á.m. í kringum Reykjavík Fringe Festival og hefur hlotið viðurkenningar fyrir. Árið 2022 þýddi Einar bókina Understanding Comics eftir Scott McCloud yfir á íslensku sem ÍMS gaf svo út. Var Einar einkjörinn heimsmeistari í myndasögum árið 2023 á heimsmeistaramótinu í Oulu, Finnlandi. Hann er meðhöfundur vikulegu vefmyndasögunnar Bruce the Angry Bear, langlífustu vefseríu Íslands.

  • 13:00 - 18:30 Sýningarbásar listamanna í Segli 67

Sýningarbásarnir eru hjarta og sál hátíðarinnar þar sem hin fjölskrúðuga sveit listamanna nær og fjær koma saman og sýna sköpunarverk sín, myndasögur, myndskreytingar, prent- og handverk, eða eitthvað utan skilgreininga.

En hér er ekki að ræða eitthvað hefðbundið markaðstorg, hingað er hægt að koma til að spjalla við listafólkið sjálft, að gægjast bak við tjöldin þar sem sköpunarferlið reynist vera eins fjölbreytt og fólkið er ólíkt. Ef eitthvað heltekur þig er jafnvel möguleiki á að eignast eitthvað fallegt og verðmætt, jafnvel nýja vini.

Hópur af listamönnum fara saman inn á bar. Þú mátt botna þennan brandara þegar þú mætir.

  • 14:00 - 16:00 Hittu listamanninn í Segli 67

Hittu listamanninn, Brian Pilkington! Brian mun teikna uppáhalds sögupersónur sínar fyrir hátíðargesti.

  • 21:30 - 22:30 Holy Hrafn tónleikar í Segli 67

Undirbúðu þig fyrir raftónlistardrag sem mun koma þér í eða úr jafnvægi, það veltur allt á þér. Dansgólfið verður stráð glimmerglitri þegar Holy Hrafn stígur fram á svið þar sem silkimjúkir straumar munu flæða og glæða í gestum.

En hver er þessi svokallaði Holy Hrafn? Samkvæmt Dr. Vigdísi Völu, þá skapar Óli Hrafn Jónasson, sem gengst einnig undir nafninu Holy Hrafn þegar vel viðrar, allt frá sveiflandi grúvum yfir í grafískar bókmenntir og teiknimyndasögur. Í þeim fléttar hann raunveruleikann saman við hugmyndir, ranghugmyndir, tilvísanir í dægurmenningu sem og einkaminningar sem koma fæstum við, en útkomuna ætti þvert á móti enginn heilvita aðili láta framhjá sér fara. Eins og flestir þá á Holy Hrafn sér uppáhaldssjoppu en til að komast að því hver hún er má ekki láta sig vanta á viðburði og bera drenginn augum og eyrum. Jú eða lesa bara bókina.

 

Sunnudaginn 1. september

  • 10:00-14:00 Búðu til þína eigin myndasögu: Vinnustofa með Emmu Sanderson í sal Ráðhúss Fjallabyggðar Siglufirði, 2 hæð

Kafaðu inn í heim myndasögugerðar með verklegri vinnustofu okkar á Myndasöguhátíðinni! Hvort sem þú ert reynslumikill listamaður eða forvitinn byrjandi, þá skaltu taka þátt og skapa þína eigin stuttu myndasögu (1-4 síður). Í afslöppuðu umhverfi færðu frelsi til að koma og fara eftir hentugleika og kanna listina að sjónrænni frásögn.

Vinnustofan er undir leiðsögn Emmu Sanderson, reynds grafísks hönnuðar, og er opin öllum aldri og hvetur alla til að taka þátt í sköpun. Emma mun veita ráðgjöf um undirbúning útgáfu og bestu hönnunarvenjur og leiðbeina þátttakendum í gegnum ferlið. Þátttakendur munu fá tækifæri til að nota hefðbundna penna og indverskt blek, sem bætir ekta blæ við myndasöguna. Vertu tilbúin(n) að losa um ímyndunaraflið, læra með því að gera, og taktu með þér heim þína eigin myndasögu!

Emma Sanderson er grafískur hönnuður, vegglistamaður og teiknari með yfir 20 ára reynslu. Hún hóf feril sinn hjá auglýsingastofum í Ástralíu og Skotlandi en hefur síðustu fjögur ár unnið í „for-purpose“ geiranum með ástralskri frumbyggja heilbrigðisstofnun. Innblásin af því að hafa stýrt frumbyggja listamiðstöð í afskekktu eyðimerkursamfélagi í Vestur-Ástralíu, nýtir Emma hæfileika sína til að takast á við félagsleg málefni í gegnum vörumerkjagerð, teikningar og markaðssetningu. Hún hefur einnig stofnað og stjórnað listamannarýmum og haldið fjölda vinnustofa, sýningar og viðburði sem stuðla að samfélagslegri þátttöku og sköpun.

  • 13:00-16:00 Vinnustofa í borðspilum í boði Goblin Spilamiðstövarinnar í Segli 67

Á spilaborðum getur þú sótt ævintýrin, en hér mun Goblin Spilamiðstöð bjóða upp á fjölbreytt úrval fyrir þá sem hafa áhuga á herkænskuspilum, hlutverkaleikjum, safnspilaleikjum ásamt öðrum borðspilum. Fólk á öllum aldri mun finna eitthvað við sitt hæfi, það eina sem þarf til er ævintýraþrá!

Ef svo vill til að þú finnir spil eða leiki sem heillar þig þá mun Goblin heppilega vera með pop-up verslun á staðnum.

Að auki mun gefast færi á að berja augum á Warhammer meistaraverkum Instagramstjörnunnar hans Ólafs Ólafssonar, sjálftitlaða Siglufjarðarhetju og „Warhammer nörd frá Siglufirði‟, einnig þekktur sem Black Beard Miniatures. Hafa módelverk hans farið víða, unnið til viðurkenningar Golden Demon og verið birt í útgáfu White Dwarf þar sem einstöku aðferðum hans eru gerð skil.

Það er tími til að kasta teningunum og láta vaða!

  • 17:00-19:00 Teiknimyndir Fyrir Krakka í Síldarminjasafninu (við Gránahúsið)

Vertu með okkur í ógleymanlegri stund fjölskylduskemmtunar á Síldarminjasafninu þar sem rauði dregillinn verður lagður út fyrir samvinnuverkefni okkar með Thessaloniki Animation Festival (TAF). Hér munu krakkar, sem og fullorðnir, geta sótt sérvaldar teiknaðar stuttmyndir úr safni TAF, sniðið að þessum viðburði af sýningarstýru TAF, Chrisa Gkouma. Gjaldfrjálst er inn á þessar töfrandi sýningar sem ekki má láta framhjá sér fara!

Thessaloniki Animation Festival er árlegur viðburður sem haldinn hefur verið í Thessaloniki í Grikklandi frá árinu 2015. Þar er lögð áhersla á kennslu, menningu og sköpun teiknimynda. TAF hefur sl. 9 ár starfað með og sýnt verk alþjóðlegra listamanna í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og önnur félög. Hátíðin hefur hýst þekkta listamenn líkt og Rony Oren og Tim Allen ásamt komið Balkan Animation Forum (BAF) á framfæri árið 2020 til að rækta tækifæri og styrkja sambönd innan iðnaðarins. Hafa yfir 49.000 gestir sótt hátíðina frá upphafi.

 

Frekari upplýsingar og nákvæma dagskrá má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar comicsfestival.is/is

Sýningarstaðir
Hátíðin fer fram á fjölda sýningarstaða í miðbæ Siglufjarðar og má nefna hið rómaða Síldarminjarsafn Íslands, Segull 67 Brugghús, Gallerí Söluturninn og Alþýðuhúsið. Gestir geta því upplifað og kynnst sögu og menningu bæjarins á milli þess sem þeir sökkva sér í líflegan heim myndasögunnar. Á Myndasöguhátíð Siglufjarðar gefst listamönnum, áhugafólki og almenningi fágætt tækifæri til að komast í snertingu við fjölbreyttan heim myndasögunnar. Gestir hátíðarinnar munu eiga von á heilli helgi af innblæstri, fræðslu og skemmtun þar sem sköpun og arfleifð myndrænnar frásagnar mætast.

Ókeypis aðgangur er á alla viðburði hátíðarinnar.

Tenglar
Vefsíða hátíðarinnar: comicsfestival.is​
Facebook: SiglufjordurComicsFestival​
Instagram: siglufjordurcomicsfest