Kynning á möguleg fjármögnun til menningarstarfs frá Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri verður í Ketilhúsinu á Akureyri föstud. 16. okt. 2009 kl. 13:00 – 16:00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, frá hverjum og hvernig er hægt að fá styrki?
Á kynningunni verður lögð sérstök áhersla á Norræna menningarsjóðinn. Markmið sjóðsins er að efla norrænt menningarsamstarf og er starfssviðið breitt, nær til lista- og menningarsviðsins, jafnt fagfólks sem leikmanna.
Einnig verður farið verður farið yfir aðra sjóði tengda norrænu menningarsamstarfi.
Dagskrá
13.00 – 16:00
Kynntar verða nýjar áherslur Norræna menningarsjóðsins sem taka gildi 1. janúar 2010.
Kynnt verða sérstök verkefni Norræna menningarsjóðsins.
Umsóknareyðublað sjóðsins verður skoðað og við förum yfir mikilvæg atriði varðandi umsóknir til sjóðsins.
Umsækjandi segir frá reynslu sinni af umsóknarferlinu.
Aðrir norrænir sjóðir kynntir.
Kaffi, spurningar og umræður.
Um kynningu sjá: Stefán Baldursson óperustjóri og stjórnarmeðlimur Norræna menningarsjóðsins, María Jónsdóttir forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar og George Hollanders listamaður.
Skráningar í síðasta lagi 13. okt. 2009, kl. 12:00 hjá Maríu Jónsdóttur Norrænu upplýsingaskrifstofunni. Tölvupóstfang
mariajons@akureyri.is. Heimasíða skrifstofunnar er
www.akmennt.is/nu