Mikil aðsókn í ferðir um Héðinsfjarðargöng

Mikil ásókn var í
Mikil ásókn var í
Í gær bauð Fjallabyggð í samvinnu við Metrostav uppá rútuferðir í gegnum Héðinsfjarðargöng. Fjórar stórar rútur voru í ferðum milli byggðakjarnanna í Fjallabyggð auk þess sem fjöldi einkabíla fóru í gegn.

Áætlað er að rúmlega þúsund manns hafi farið á milli bæjarhlutana og áð í Héðinsfirði þar sem nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Ólafsfjarðar báru fram drykki í boði Vífilsfells

Margir Siglfirðingar nýttu sér sundlaugina í Ólafsfirði, heimsóttu Náttúrugripasafnið og fengu sér kaffi á Hótel Brimnesi og á Höllinni. Fjölmargir Ólafsfirðingar fengu sér veitingar á Torginu og í Allanum, heimsóttu Síldarminjasafnið, Þjóðlagasetrið og frumkvöðlasetur Rauðku þar sem hægt var að  skoða ljósmyndasafn Siglufjarðar. 

Aðsókn var mun meiri en búist hafði verið við og urðu einhverjir frá að hverfa. Fréttir höfðu borist í nágrannabyggðalögin af ferðunum og því kom fjöldin allur af gestum utan Fjallabyggðar í ferðirnar.

Umferð einkabíla átti að vera einskorðuð við díseljeppa og í samfloti við rúturnar þar sem umferð bensínknúinna ökutækja er bönnuð í göngunum og vegurinn í gegn um göngin varla fær fólksbílum. Margir ökumenn virtu hinsvegar ekki þessi tilmæli. Umferðin var því mun meiri en reiknað hafði verið með og erfiðlega gekk að halda áætlun. Fjallabyggð biðst velvirðingar á þeim töfum og óþægindum sem fólk varð fyrir og þakkar þá þolinmæði sem það sýndi.

Hægt er að skoða myndir á www.siglo.is http://siglo.is/is/news/fogur_fjallabyggd/