Menningarráð Eyþings auglýsir nú í þriðja sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings
mennta- og menningarmálaráðuneytis við Eyþing.
Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2014.
Við úthlutun ársins 2014 hefur menningarráð ákveðið að líta frekar til þeirra umsækjenda sem uppfylla eitt eða fleiri
eftirtalinna atriða:
- Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs
- Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi
- Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu
Eyþings
www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur
eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs vegna stofn- og rekstrarstyrkja á heimasíðu Eyþings
www.eything.is
Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2013. Úthlutun verður í febrúar með fyrirvara um samþykki Alþingis.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277