Matslýsing vegna tillögu að deiliskipulagi: Útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði

Matslýsingin er vegna deiliskipulags útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal sem er í vinnslu.
Skipulagstillagan mótar stefnu fyrir alhliða útivist í Hóls- og Skarðsdal ásamt áframhaldandi þróun svæða fyrir knattspyrnu, golf, skíðaiðkun, skógrækt o.fl.

Matslýsingin tekur á forsendum, helstu þáttum, umhverfisskýrslu og vinnulagi við tillögu að deiliskipulaginu. Matslýsingin er hér til kynningar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillaga mun verða auglýst og þá aðgengileg almenningi innan tíðar.

Hægt er að nálgast matslýsinguna í afgreiðslu á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar.  (Sjá hér einnig:  Matslysing ) 7. október 2011


Deildarstjóri tæknideildar
Fjallabyggðar