Matjurtagarðar

Ákveðið hefur verið að gefa íbúum Fjallabyggðar kost á að rækta sitt eigið grænmeti í matjurtagörðum sem sveitafélagið hyggst koma upp, annarsvegar ofan Hávegar (syðst) á Siglufirði og hinsvegar í landi Hornbrekkubæjarins í Ólafsfirði. Hægt verður að velja á milli 15 og 20 fermetra garða, verði verður stillt í hóf. Innifalið í verði er garður tilbúinn til notkunar, ráðgjöf og eftirlit með görðunum.Athugið að takmarkaður fjöldi garða er til úthlutunar.  Fyrstir koma fyrstir fá.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofunum eða á netfangið valur@fjallabyggð.is Frekari upplýsingar um matjurtagarðana veitir Valur Þór Hilmarsson garðyrkjustjóri í síma 464 9200 alla virka daga milli kl. 10 – 12.