Mannauðsstefna Fjallabyggðar samþykkt í bæjarstjórn

Mannauðsstefna Fjallabyggðar samþykkt í bæjarstjórn

Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 27.mars s.l. var samþykkt „Mannauðsstefna Fjallabyggðar“ sem birt er hér á heimasíðunni. Markmið mannauðsstefnunnar er að mynda einfaldan og skýran ramma um hlutverk starfsmanna sveitarfélagsins annars vegar og sveitarfélagsins sem vinnuveitanda hins vegar. Stefnan var unnin í samræmi tillögur í stjórnsýsluúttekt Strategíu og samþykkt bæjarráðs frá því í janúar en var settur á fót starfshópur starfsmanna til þess að leggja fram tillögur inn í mannauðsstefnuna sem nú hefur verið staðfest. Umræddur starfshópur mun halda vinnu sinni áfram varðandi gerð Starfsmannahandbókar sem jafnframt verður birt á heimasíðunni á næstu misserum.