Fjallabyggð stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi
Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní 2017 frá kl. 13:00 – 17:00
Umræðuefni málþingsins eru:
- Efling dreifðra byggða
- Þjóðhagsleg hagkvæmni
- Umhverfismál
Eftirtalin erindi verða flutt:
13:00 -13:20 Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur (bæjarstjóri í leyfi)
Samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Vesturbygg.
13:20 -13:40 Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma
Eru sjúkdómar vandamál í íslensku sjókvíaeldi?
13:40 -14:00 Dr. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Þjóðhagsleg áhrif sjókvíaeldis
14:00-14:20 Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar
Framtíð, áhrif og áskoranir sjókvíaeldis í Fjarðabyggð
14:20 – 14:40 Kaffihlé
14:40 -15:00 Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála
Áhrif sjókvíaeldis á byggðaþróun
15:00-15:20 Marita Rasmussen, forstöðumaður Industriens Hus í Færeyjum
Reynsla Færeyinga af sjókvíaeldi
15:20-15:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Framtíð sjókvíaeldis á Íslandi
15:40-16:00 Róbert Guðfinnsson, athafnamaður
Er sjókvíaeldi ógn eða viðskiptatækifæri ?
16:00 – 17:00 Almennar fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri er Dr. Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir.
Málþinginu verður streymt beint um leið og það hefst gegnum Facebook síðu Fjallabyggðar á slóðinni https://www.facebook.com/fjallabyggd/
Dagskrá til útprentunar