Lögheimili

Siglufjörður
Siglufjörður

Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að hafa lögheimili sitt rétt skráð 1. desember 2016.

Með vísan til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, ber íbúum að tilkynna um flutning til íbúaskrár innan viku frá flutningi, bæði flutning innanbæjar og milli sveitarfélaga.

Hægt er að tilkynna flutning á bæjarskrifstofu bæjarfélagsins. Einnig er hægt að tilkynna flutning á vef Þjóðskrár Íslands www.skra.is og er fólk hvatt til að nýta sér þann möguleika.

Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi 1. desember nk.

Innskráningarsíða Þjóðskrár.

Deildarstjóri stjórnsýslu - og fjármála.