Ljósbrot úr lífi konu

Kolbrún Símonardóttir opnar sýningu í Bláa húsinu 17. júní kl. 15:00.
Sýningin heitir Ljósbrot úr lífi konu og er yfirlitssýning af verkum hennar í gegnum tíðina. Má þar nefna vatnslita myndir, teikningar, bútasaumur, gler og eitt og annað sem hún hefur lagt hönd á um dagana. Sýningin er haldin í tilefni 70 ára afmælis Kolbrúnar síðar á þessu ári og er þetta fyrsta einkasýningin hennar en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Til að mynda átti hún verk á stórri bútasaumssýningu í Birmingham í fyrrasumar og var það frammlag Íslands í óhefðbundnum bútasaum. Einnig átti hún verk á norrænni farandsýningu fyrir nokkrum árum en sú sýning fór um öll Norðurlöndin.
Sýningin verður opin til 6. júlí.

Eitt af verkum Kolbrúnar
Bútasaumsverk eftir Kolbrúnu.