Listhúsið óskar eftir sjálfboðaliðum

Í Listhúsinu Ólafsfirði dvelur nú kanadíski listamaðurinn Jennifer Globush. Hún óskar eftir liðssinni íbúa við gerð listaverks sem hún er að vinna að. Vill hún fá að taka myndir af íbúum sem hún hyggst svo setja saman í eina stóra teiknaða mynd. Þeir sem vilja leggja listamanninum lið geta kíkt við í Listhúsinu laugardaginn 22. ágúst milli kl. 13:00 og 15:00.

Allar myndirnar verða settar saman í eina stóra teiknaða mynd af listamanninum í stúdíóinu hennar Norður Kanada. 
Jennifer kemur úr litlum gullnámuvinnslu bæ í afskekktum hluta Norðvestur Ontario í Kanada.
Verk hennar leitast eftir að sýna líf í norðlægu lofstslagi - tengingarnar, vinnu, einveru og heiðurinn af litlum samfélögum.
Hún dvelur nú í gestavinnustofu í Listhúsinu og vonar til þess að ná hreinskilinni og einlægri framsetningu af lífinu í Ólafsfirði.
Hver mynd mun taka innan við 1 mínútu. Vinsamlegast verið íklædd lopapeysu eða hefðbundnum vinnufötum.
Eingöngu fullorðnir og krakkar yfir 16 ára. 
Sjálfboðavinna/engin kostnaður.