Nú er hafin tíunda þáttaröðin af spurningaþættinum Útsvari. Keppnin þetta árið hófst af krafti þegar Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð mættust í fyrstu viðureign vetrarins í september sl. Þau mættust í undanúrslitum í vor þar sem Fljótsdalshérað sigraði en í þetta sinn hafði Fjarðabyggð betur.
Í ár, sem enda nær, eru það 24 lið sem taka þátt og keppast um að hreppa Ómarsbjölluna. Þau 8 lið sem komust í fjórðungsúrslit í fyrravetur komast sjálfkrafa áfram. Það eru lið Hafnarfjarðar, Reykjavíkur, Árborgar, Ölfuss, Fljótsdalshéraðs, Snæfellsbæjar, Norðurþings og Fjarðabyggðar.
Hin liðin eru dregin út og úr hópi fjölmennari sveitarfélaga, drógust þessi sveitarfélög út: Garðabær, Mosfellsbær, Akranes, Hornafjörður, Borgarbyggð, Grindavík, Vestmannaeyjar, Fjallabyggð, Rangárþing eystra, Sandgerði, Akureyri, Kópavogur, Seltjarnarnes.
Út hópi fámennari sveitarfélaga drógust Garður, Þingeyjarsveit og Árneshreppur og eiga þau það jafnframt sameiginlegt að vera ný í Útsvari.
Fyrsta viðureign Fjallabyggðar verður haldin 11. nóvember nk.. þar sem lið Fjallabyggðar mun keppa við Seltjarnarnes.
Liðið er að þessu sinni skipað þeim Halldóri Þormari Halldórssyni, Guðrúnu Unnsteinsdóttur og Jóni Árna Sigurðssyni.