22.03.2007
FréttatilkynningAlþjóðasamtök leiklistarfólks, ITI, sem er ein af undirstofnunum UNESCO hafa frá 1962 haft 27. mars ár hvert sem Alþjóðlegan leiklistardag. Leiklistarsamband Íslands, sem er Íslandsdeild ITI, hefur frá stofnun sinni haldið upp á þennan dag og fengið hverju sinni málsmetandi listamann úr sínum röðum til að semja ávarp í tilefni dagsins. Að þessu sinni er það brúðuleikhúslistamaðurinn Bernd Ogrodnik, sem hefur búið og starfað á Íslandi síðustu ár og auðgað íslenskt leikhúslíf eftirminnilega.Leikfélag Siglufjarðar tekur virkan þátt í því að opna dyr leikhússins í tilefni dagsins.Við byrjum á því að heimsækja Grunnskólann á Siglufirði þar ætlum við að kynna leikfélagið, og fara í spunaleik með börnunum þannig að þau fái aðeins að kynnast leiklist sjálf. Á sunnudaginn á milli klukkan 14 og 17 verður opið hús hjá okkur og þar ætlum við að taka á móti fólki og sýna salinn okkar og búningageymslu, við ætlum líka að hafa rúllandi myndir á skjá þar sem við eigum margar myndir af leikferlinu síðan í haust þegar við settum upp ,,Látt u ekki deigan síga Guðmundur", eftir þær stöllur Hlín Agnarsdóttir og Eddu Björg vins. Þá ætlar ljósamaðurinn okkar að vera á staðnum og sýna ljósaborðið og svo framveigis. Eflaust verður farið í spuna leiki á meðan húsið er opið.Á þriðjudaginn ætlum við í leikskólann kl: 10.00 og þar ætlum við að leiklesa þr jár barnabækur, það eru bækur um Snuðru og Tuðru eftri Iðunni Steinsdóttir.Um kvöldið á að úthluta styrkjum hjá Menningarsjóð Sparisjóðsins og flytjum við ávarp Alþjóða leiklistardagsins sem að þessu sinni er eftir Bernd Ogrodnik.Nánari upplýsingar veitir Daníel í síma 849-1911