Laus störf við Menningarhúsið Tjarnarborg

Fjallabyggð Auglýsir laus til umsóknar störf við Menningarhúsið Tjarnarborg:


Fjallabyggð auglýsir starf forstöðumanns Menningarhússins Tjarnarborgar

Leitað er eftir áhugasömum og hæfum einstaklingi til að sinna starfi forstöðumanns Tjarnarborgar frá og með 1. ágúst 2012. Um er að ræða 50% starf.

Forstöðumaður starfar með  fræðslu- og menningarfulltrúa, skólastjórum tónskólans og íþrótta- og tómstundafulltrúa auk ræstingaraðila hússins.

Helstu störf forstöðumanns er að hafa umsjón með daglegu starfi og rekstri Tjarnarborgar. Hann ber ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun sem og öðrum áætlunum í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa og menningarnefnd. Forstöðumaður sér um minniháttar viðhald á húsnæðinu og heimasíðu menningarhússins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi

·         Þekking og áhugi á menningarmálum

·         Almenn tölvukunnátta

·         Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar

·         Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

·         Skipulagshæfileikar

Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknareyðublöð og starfslýsingu er hægt að nálgast á vef og skrifstofum Fjallabyggðar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eða með tölvupóst á tengilið eigi síðar en 1. júní nk.

Tengiliður: Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi, karitas@fjallabyggd.is

Hér má sjá starfslýsingu fyrir starf forstöðumanns 

Fjallabyggð auglýsir starf ræstingaraðila í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Leitað er eftir áhugasömum og hæfum einstaklingi til að sinna ræstingu í Menningarhúsinu Tjarnarborg frá og með 1. ágúst 2012. Um er að ræða 50% starf.

Ræstingaraðili starfar með forstöðumanni Tjarnarborgar, skólastjóra tónskólans, íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslu- og menningarfulltrúa.

Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef og skrifstofum Fjallabyggðar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eða með tölvupóst á tengilið eigi síðar en 1. júní nk.

Tengiliður: Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi, karitas@fjallabyggd.is