Lausar lóðir í suðurbæ Siglufjarðar

Fjallabyggð auglýsir lausar til umsóknar 11 lóðir fyrir einbýlishús og lóðir fyrir eitt parhús.

Lóðirnar eru staðsettar í suðurbæ Siglufjarðar í grónu hverfi. Tilgangur með nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið var að ná óbyggðum lóðum inn í skipulag með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í yfirbragð byggðarinnar þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.

Þeir sem vilja byggja í Fjallabyggð greiða lágt lóðarúthlutunargjald ásamt byggingarleyfisgjaldi auk stofngjalda vatns- og fráveitu. Engin gatnagerðargjöld verða innheimt til loka árs 2024. Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð sem er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega tvö þúsund íbúa og afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum þjónustugátt Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is og er umsóknarfrestur til og með 10. júní 2024.

Við úthlutun verður farið eftir reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð dags. 27. nóvember 2023.

Nánari upplýsingar gefur Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar (armann@fjallabyggd.is) eða Íris Stefánsdóttir (iris@fjallabyggd.is) í síma 464-9100.

Lóðir til úthlutunar:

Heiti lóðar

Stærð lóðar

Húsagerð

Fjöldi hæða

hámarks bygg. magn

Hávegur 61

919 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Suðurgata 64

661 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Suðurgata 67

725 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Suðurgata 69

766 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Suðurgata 73

825 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Suðurgata 79-81

725 fm x2

Parhús

2 hæðir

250 fm x2

Suðurgata 83

822 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Suðurgata 85

822 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Suðurgata 89

759 fm

Einbýli

2 hæðir

270 fm

Laugarvegur 29

753 fm

Einbýli

2 hæðir

270 fm

LAugarvegur 40

893 fm

Einbýli

2 hæðir

250 fm

Hafnargata 30

582 fm

Einbýli

2 hæðir

240 fm

Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Skipulagsuppdráttur

Umsókn um lóð 

Auglýsing um lausar lóðir